Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 13:42 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að una dómi héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04
Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38
Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01