Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 16:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er nokkuð bjartsýnn á horfurnar fyrir sumarið. Vísir/Egill „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira