Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 13:45 Málið snýr að vistun Barkar Birgissonar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að sá lést. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur. Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu. Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu.
Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira