Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 19. janúar 2021 14:55 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir í febrúar. Vísir/Vilhelm Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn. Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn.
Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira