Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 17:10 Frá hreinsunarstarfi á Seyðisfirði síðustu daga. LÖGREGLAN Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23