Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2020 14:07 Maðurinn braust inn í verslun Gulls og silfurs 14. september síðastliðinn. Braut hann rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stal skartgripum að verðmæti 5,2 milljónum króna. vísir Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24