Modern Family-höfundar leiða saman þungavigtarmenn Heiðar Sumarliðason skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Frasier Crane og Jack Donaghy leiða saman hesta sína. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira