Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2020 13:13 Landsbankahúsið á Selfossi, sem hefur verið sett á sölu. Húsið þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert. Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert.
Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira