Frændi eiganda Man. City að eignast enska félagið Derby County Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 15:51 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak. Getty/Victoria Haydn Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira