Hafa áttað sig á atburðarásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 15:30 Skjáskot úr myndbandi af slagsmálunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áttað sig nokkurn veginn á atburðarás hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í lok ágúst. Faraldur kórónuveirunnar og áhrif hans á samfélagið hafa þó tafið fyrir rannsókn málsins. Talsvert var fjallað um hópslagsmálin, sem rannsökuð hafa verið sem tvær líkamsárásir, í fjölmiðlum. Slagsmálin brutust út neðst á Laugavegi laugardagskvöldið 29. ágúst síðastliðið. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Ólík sjónarhorn stríðandi hópa Annar hópurinn virðist hafa verið skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir hafa starfað við dyravörslu í miðbænum. Margir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Ólík sjónarhorn aðila málsins hafa komið fram í fjölmiðlum. Þannig hefur maður sem slasaðist í annarri árásinni haldið því fram að Albanahópurinn hefði áður ráðist á hann og hann kært þá fyrir líkamsárás. Árásin í lok ágúst hefði snerist um að hann drægi kæruna til baka, auk þess sem hann taldi það eiga hlut að máli að hann væri dökkur á hörund. Einn Albananna sem tók þátt í slagsmálunum hefur hins vegar hafnað því að þeir hafi átt upptök að slagsmálunum. Vísir fjallaði ítarlega um málið í september. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan. Fjórir eru enn með stöðu sakbornings og ekki hefur því orðið breyting þar á síðan í september. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekki hafi farið fram frekari skýrslutökur á sakborningum. Hann segir málið enn í rannsókn og verið sé að reyna að ná utan um það. Þannig standi enn yfir gagnaöflun, einkum úr öryggismyndavélum á svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Inntur eftir því hvort komið sé í ljós hvað sé satt og rétt í frásögn málsaðila, og hvort atburðarásin liggi skýrt fyrir, segir Margeir svo vera. „Já, við erum alveg að átta okkur á þessu. En ég ætla ekki að fara út í það neitt frekar eins og staðan er núna.“ Kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á samfélagið hafi tafið rannsókn málsins. „Þetta er rosalega eltingarleikur við það að fá fólk til að koma og standa við uppgefinn tíma. Það er allur gangur á þessu. Og svo náttúrulega þetta ástand í þjóðfélaginu, þetta tefur allt saman,“ segir Margeir. Hér að neðan má horfa á viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem varð vitni að slagsmálunum laugardagskvöldið í ágúst. Hún flýtti sér út af barnum þar sem hún sat og skakkaði leikinn. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áttað sig nokkurn veginn á atburðarás hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í lok ágúst. Faraldur kórónuveirunnar og áhrif hans á samfélagið hafa þó tafið fyrir rannsókn málsins. Talsvert var fjallað um hópslagsmálin, sem rannsökuð hafa verið sem tvær líkamsárásir, í fjölmiðlum. Slagsmálin brutust út neðst á Laugavegi laugardagskvöldið 29. ágúst síðastliðið. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Ólík sjónarhorn stríðandi hópa Annar hópurinn virðist hafa verið skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir hafa starfað við dyravörslu í miðbænum. Margir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Ólík sjónarhorn aðila málsins hafa komið fram í fjölmiðlum. Þannig hefur maður sem slasaðist í annarri árásinni haldið því fram að Albanahópurinn hefði áður ráðist á hann og hann kært þá fyrir líkamsárás. Árásin í lok ágúst hefði snerist um að hann drægi kæruna til baka, auk þess sem hann taldi það eiga hlut að máli að hann væri dökkur á hörund. Einn Albananna sem tók þátt í slagsmálunum hefur hins vegar hafnað því að þeir hafi átt upptök að slagsmálunum. Vísir fjallaði ítarlega um málið í september. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan. Fjórir eru enn með stöðu sakbornings og ekki hefur því orðið breyting þar á síðan í september. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekki hafi farið fram frekari skýrslutökur á sakborningum. Hann segir málið enn í rannsókn og verið sé að reyna að ná utan um það. Þannig standi enn yfir gagnaöflun, einkum úr öryggismyndavélum á svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Inntur eftir því hvort komið sé í ljós hvað sé satt og rétt í frásögn málsaðila, og hvort atburðarásin liggi skýrt fyrir, segir Margeir svo vera. „Já, við erum alveg að átta okkur á þessu. En ég ætla ekki að fara út í það neitt frekar eins og staðan er núna.“ Kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á samfélagið hafi tafið rannsókn málsins. „Þetta er rosalega eltingarleikur við það að fá fólk til að koma og standa við uppgefinn tíma. Það er allur gangur á þessu. Og svo náttúrulega þetta ástand í þjóðfélaginu, þetta tefur allt saman,“ segir Margeir. Hér að neðan má horfa á viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem varð vitni að slagsmálunum laugardagskvöldið í ágúst. Hún flýtti sér út af barnum þar sem hún sat og skakkaði leikinn.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55