Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 15:32 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira