Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 14:50 Verslun Costco á Íslandi. Vísir/hanna Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað. Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað.
Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00
Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05