Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 18:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu við heimsókn Trumps til Norður-Kóreu í júní 2019. Dong-A Ilbo/Getty Images Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16