„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:00 Eric Dier og félagar hans fögnuðu sigrinum gegn Chelsea vel, eftir klósettferðina, jöfnunarmark Erik Lamela og vítaspyrnukeppnina. vísir/getty Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42