Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 09:55 Svandís Svavarsdóttir hefur til þessa fallist á tillögur sóttvarnalæknis í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35
Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38