Liverpool í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:30 Jürgen Klopp þarf áfram að treysta á heimsklassaframmistöðu frá Mohamed Salah og fleirum ætli Liverpool að halda áfram að vinna titla. Getty/Shaun Botterill Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira