Liverpool í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:30 Jürgen Klopp þarf áfram að treysta á heimsklassaframmistöðu frá Mohamed Salah og fleirum ætli Liverpool að halda áfram að vinna titla. Getty/Shaun Botterill Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara. Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara.
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira