Fatan hans Marcelo Bielsa var frumsýnd á Anfield og vakti furðu margra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:00 Marcelo Bielsa, knattspyrnusjóri Leeds United, situr hér á fötunni sinni á Anfield um helgina. EPA-EFE/Paul Ellis Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína. Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína.
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira