Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Elínar í morgun. vísir/epa Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars. Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars.
Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45