Fríða Svala kom að því að breyta Taylor Swift í karlmann Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 11:30 Fríða hefur komið víða við á sínum ferli í Hollywood. Myndir/MYND/NATHANAEL TURNER / instagram Tónlistarkonan Taylor Swift frumsýndi í gær nýtt myndband við lagið The Man og leikur hún sjálf karlmann í myndbandinu. Förðunar- og hárgreiðsluteymi Swift náði á einhvern ótrúlegan hátt að umbreyta þessari glæsilegu konu í karlmann, mann sem gerir það gott í viðskiptalífinu eins og sést í myndbandinu. Hárgreiðslusérfræðingurinn Fríða Svala hefur verið starfandi í Hollywood í áratugi og unnið með þekktasta fólki heims en hún tók einmitt þátt í því að breyta Taylor Swift í karlmann fyrir myndbandið. Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir verðlaunakvikmyndina, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. „Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að umbreyta Taylor Swift í karlmann,“ segir Fríða í færslu á Instagram. Hér að neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram #taylorswift is The Man. It was an honor to be part of the team in transforming Taylor Swift into looking like a man. Thank you Bill Corso @bcorso and the rest of the team that worked on the project, Ms Swift is director performer and super star #themanmusicvideo #hair #transformation #music #makeup #lovemyjob #taylorswift #taylorswiftfanpage @taylorswift A post shared by Frída Svala (@fridasvala) on Feb 27, 2020 at 8:19pm PST Hér að neðan má sjá nýja tónlistarmyndband Taylor Swift. Hollywood Tengdar fréttir Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Tónlistarkonan Taylor Swift frumsýndi í gær nýtt myndband við lagið The Man og leikur hún sjálf karlmann í myndbandinu. Förðunar- og hárgreiðsluteymi Swift náði á einhvern ótrúlegan hátt að umbreyta þessari glæsilegu konu í karlmann, mann sem gerir það gott í viðskiptalífinu eins og sést í myndbandinu. Hárgreiðslusérfræðingurinn Fríða Svala hefur verið starfandi í Hollywood í áratugi og unnið með þekktasta fólki heims en hún tók einmitt þátt í því að breyta Taylor Swift í karlmann fyrir myndbandið. Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir verðlaunakvikmyndina, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. „Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að umbreyta Taylor Swift í karlmann,“ segir Fríða í færslu á Instagram. Hér að neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram #taylorswift is The Man. It was an honor to be part of the team in transforming Taylor Swift into looking like a man. Thank you Bill Corso @bcorso and the rest of the team that worked on the project, Ms Swift is director performer and super star #themanmusicvideo #hair #transformation #music #makeup #lovemyjob #taylorswift #taylorswiftfanpage @taylorswift A post shared by Frída Svala (@fridasvala) on Feb 27, 2020 at 8:19pm PST Hér að neðan má sjá nýja tónlistarmyndband Taylor Swift.
Hollywood Tengdar fréttir Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30