Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2020 13:08 Snjómokstur hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“ Samgöngur Veður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“
Samgöngur Veður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira