Dómarar við Landsrétt fjalla áfram um gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 19:00 Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39
Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent