Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:02 Innanstokksmunir voru illa farnir eftir ránið enda hafði ýmislegt verið brotið með öxi. Vísir/Egill Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46