Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 23:05 Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn