Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 23:05 Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn