Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 12:21 María og Sigtryggur fóru yfir áhrif kórónuveirufaraldursins á tónlistariðnaðinn hér á landi. Aðsend/ÚTÓN María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira