Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 14:17 Maðurinn var grunaður um að stela lyfjum. Vísir/Egill Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira