Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2020 16:52 Frá því þegar karlmaðurinn var leiddur fyrir dómara við kröfuna um gæsluvarðhald. Vísir/FrikkiÞór 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Var hann dæmdur til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. mars en ekki birtur fyrr en nú. Karlmaðurinn hefur þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi og er laus úr fangelsi á skilorði samkvæmt heimildum fréttastofu. Nokkuð hefur verið fjallað um málið en ungi karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í október vegna líkamsárásarinnar á fyrrverandi kærustu sína, sem var sautján ára, í miðbæ Reykjavík. Blóðug við Geirsgötu Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur og Landsréttur voru ekki sammála um hvort samþykkja ætti gæsluvarðhaldskröfu yfir karlmanninum á grundvelli almannahagsmuna. Fór svo að Landsréttur samþykkti kröfuna og hefur karlmaðurinn setið inni síðan. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Fyrri líkamsárás Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Framburður beggja um bílferðina í Heiðmörk þótti trúverðugur og taldi dómurinn ósannað að maðurinn hefði brotið með ofbeldi gegn barnsmóður sinni í bílferðina.Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Hótanir um nauðgun Játaði karlmaðurinn að hafa hraunað yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent skilaboð á Snapchat. 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig. Játning og ungur aldur til refsimildunar Við ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um refsingu var litið til þess að brot karlmannsins beindust gegn heilsu og velferð tveggja ungra stúlkna og höfðu afleiðingar fyrir líðan þeirra og velferð. Þá hefði hann notfært sér traust sem stúlkurnar báru til hans. Varðandi líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur þá hafi hún verið einstaklega gróf og bera vott um algjört skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Til refsimildunar var litið til ungs aldurs, hann var um tvítugt þegar hann framdi framangreind brot, og játningar hans í tilfelli líkamsárásarinnar. Þótt tólf mánaða fangelsisvist hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar telst nær óslitið gæsluvarðhald frá 19. október. Dómsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Var hann dæmdur til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. mars en ekki birtur fyrr en nú. Karlmaðurinn hefur þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi og er laus úr fangelsi á skilorði samkvæmt heimildum fréttastofu. Nokkuð hefur verið fjallað um málið en ungi karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í október vegna líkamsárásarinnar á fyrrverandi kærustu sína, sem var sautján ára, í miðbæ Reykjavík. Blóðug við Geirsgötu Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur og Landsréttur voru ekki sammála um hvort samþykkja ætti gæsluvarðhaldskröfu yfir karlmanninum á grundvelli almannahagsmuna. Fór svo að Landsréttur samþykkti kröfuna og hefur karlmaðurinn setið inni síðan. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Fyrri líkamsárás Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Framburður beggja um bílferðina í Heiðmörk þótti trúverðugur og taldi dómurinn ósannað að maðurinn hefði brotið með ofbeldi gegn barnsmóður sinni í bílferðina.Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Hótanir um nauðgun Játaði karlmaðurinn að hafa hraunað yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent skilaboð á Snapchat. 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig. Játning og ungur aldur til refsimildunar Við ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um refsingu var litið til þess að brot karlmannsins beindust gegn heilsu og velferð tveggja ungra stúlkna og höfðu afleiðingar fyrir líðan þeirra og velferð. Þá hefði hann notfært sér traust sem stúlkurnar báru til hans. Varðandi líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur þá hafi hún verið einstaklega gróf og bera vott um algjört skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Til refsimildunar var litið til ungs aldurs, hann var um tvítugt þegar hann framdi framangreind brot, og játningar hans í tilfelli líkamsárásarinnar. Þótt tólf mánaða fangelsisvist hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar telst nær óslitið gæsluvarðhald frá 19. október.
Dómsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira