Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2020 15:17 Bjarni Benediktsson gaf útgerðinni engan afslátt og tók þar með af öll tvímæli um að málið kynni að vera ríkisstjórninni erfitt. visir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent