Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 23:00 Guðni Gíslason, útgefandi Fjarðarfrétta. Vísir/ Baldur Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“ Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira