Fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:00 Liverpool er búið að vinna einn titil á þessu tímabili en þeir geta enn orðið fimm talsins. Hér er Sadio Mane með Ofurbikar Evrópu. Getty/Mike Kireev Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira