Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 13:50 Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur, LR, til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur. Fréttablaðið greindi fyrst frá. LR skoðar nú hvort að dómnum verði áfrýjað, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn félagsins. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnar sinnar úr Borgarleikhúsinu í desember 2017, sem hann taldi ólögmæta. Hann fór fram á 13 milljónir í bætur, þ.e. tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur. Kristín og LR voru í héraðsdómi í dag dæmd sameiginlega til að greiða Atla 1,5 milljónir í miskabætur og fjórar milljónir í skaðabætur, samtals 5,5 milljónir, auk einnar milljónar í málskostnað. Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.Leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp.Kristín Eysteinsdóttir sagði að sér hefði borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillÁsakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Sjá einnig: Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun þessa mánaðar. Þar lagði Atli Rafn áherslu á að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakananna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Kristín sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hefði verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu. Þá var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Atli Rafn hefði stefnt Persónuvernd og gert þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. Hann kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartananna gagnvart honum. Í niðurstöðu dómsins segir að Kristínu hafi mátt vera ljóst að orðspor og heiður Atla Rafns væri að veði þegar honum var sagt upp störfum.Fréttin hefur verið uppfærð. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur, LR, til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur. Fréttablaðið greindi fyrst frá. LR skoðar nú hvort að dómnum verði áfrýjað, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn félagsins. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnar sinnar úr Borgarleikhúsinu í desember 2017, sem hann taldi ólögmæta. Hann fór fram á 13 milljónir í bætur, þ.e. tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur. Kristín og LR voru í héraðsdómi í dag dæmd sameiginlega til að greiða Atla 1,5 milljónir í miskabætur og fjórar milljónir í skaðabætur, samtals 5,5 milljónir, auk einnar milljónar í málskostnað. Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.Leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp.Kristín Eysteinsdóttir sagði að sér hefði borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillÁsakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Sjá einnig: Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun þessa mánaðar. Þar lagði Atli Rafn áherslu á að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakananna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Kristín sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hefði verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu. Þá var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Atli Rafn hefði stefnt Persónuvernd og gert þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. Hann kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartananna gagnvart honum. Í niðurstöðu dómsins segir að Kristínu hafi mátt vera ljóst að orðspor og heiður Atla Rafns væri að veði þegar honum var sagt upp störfum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54