Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2019 12:15 Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. Getty/Caspar Benson Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi samtakanna sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að Ísland endi á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Samþykkt frumvarpanna dugði ekki til. Samtökin greindu frá því í morgun að Ísland hefði ratað á hinn svokallaða gráa lista, auk Simbabve og Mongólíu. Þetta eru lönd sem hafa lofað úrbótum og FATF hyggst fylgjast náið með. FATF sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, sem Vísir hefur undir höndum, þar sem þau kynna uppfærðan lista samtakanna þar sem Ísland er að finna.Forseti FATF greindi frá niðurstöðum samtakanna á blaðamannafundi í París í morgun.Umsögn FATF um Ísland er svohljóðandi:Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig í október 2019 til að vinna með FATF að því markmiði að auka skilvirkni þeirra í baráttunni við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frá úttektarskýrslu Íslands árið 2017 hefur ríkið náð árangri varðandi fjölda tillagna er lúta að því að bæta framfylgni og skilvirkni, meðal annars með því að framkvæma nýtt áhættumat, bæta eftirlit bæði fjármálakerfinu og utan þess sem og með því að styrkja rannsóknarburði löggæsluembætta.Ísland ætlar að koma aðgerðaráætlun sinni í verk, með því að; (1) tryggja aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um eignarhald fyrir lögaðila frá þar til bærum yfirvöldum með góðum fyrirvara; (2) Að innleiða sjálfvirkt skráningarkerfi yfir grunsamlegar millifærslur og að bæta greiningargetu skrifstofu fjármálagreininga lögreglunnar (3) Að uppfylla kröfur um sértækar viðskiptaþvinganir á fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki með skilvirkri yfirsýn, og með því að bæta eftirlit með óhagnaðardrifnum stofnunum með hliðsjón af fjármögnun hryðjuverka. FATF tekur fram að Ísland hafði þegar gripið til aðgerðar til að takast á við þessi vandamál áður en aðgerðaráætlun FATF var formlega tekin upp. Hinsvegar, var ekki hægt að taka þær aðgerðir til skoðunar vegna þess hve nýlegar þær eru.Unnið að úrbótum í ár Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í vikunni að unnið hafði verið að því í ráðuneytinu frá því í fyrra að bregðast við athugasemdum FATF. „Fjármálaaðgerðarhópurinn birti skýrslu 2018 þar sem tiltekinn var 51 ágalli á umgjörð og framkvæmd í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og úrbóta krafist. Frá þeim tíma hafa dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, ásamt Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, unnið að því að bregðast við athugasemdum FATF,“ sagði Áslaug Arna. Sérstakur stýrihópur hefði verið starfræktur til að halda utan um þá vinnu. „Íslensk stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti eins og sjá má af þeim umfangsmiklu úrbótum sem gerðar hafa verið frá því að fjármagnshöftum var aflétt og hafa öll helstu skilyrði FATF að mati íslenskra stjórnvalda verið uppfyllt.“ Verði því ekki séð að nokkurt málefnalegt tilefni sé til þess að breyta stöðu landsins eftir alla þá vinnu sem fram hefur farið hér á landi. „Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. En einnig er búið að leggja vinnu í að meta áhrifin og vera tilbúin undir að við verðum sett á listann.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi samtakanna sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að Ísland endi á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Samþykkt frumvarpanna dugði ekki til. Samtökin greindu frá því í morgun að Ísland hefði ratað á hinn svokallaða gráa lista, auk Simbabve og Mongólíu. Þetta eru lönd sem hafa lofað úrbótum og FATF hyggst fylgjast náið með. FATF sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, sem Vísir hefur undir höndum, þar sem þau kynna uppfærðan lista samtakanna þar sem Ísland er að finna.Forseti FATF greindi frá niðurstöðum samtakanna á blaðamannafundi í París í morgun.Umsögn FATF um Ísland er svohljóðandi:Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig í október 2019 til að vinna með FATF að því markmiði að auka skilvirkni þeirra í baráttunni við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frá úttektarskýrslu Íslands árið 2017 hefur ríkið náð árangri varðandi fjölda tillagna er lúta að því að bæta framfylgni og skilvirkni, meðal annars með því að framkvæma nýtt áhættumat, bæta eftirlit bæði fjármálakerfinu og utan þess sem og með því að styrkja rannsóknarburði löggæsluembætta.Ísland ætlar að koma aðgerðaráætlun sinni í verk, með því að; (1) tryggja aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um eignarhald fyrir lögaðila frá þar til bærum yfirvöldum með góðum fyrirvara; (2) Að innleiða sjálfvirkt skráningarkerfi yfir grunsamlegar millifærslur og að bæta greiningargetu skrifstofu fjármálagreininga lögreglunnar (3) Að uppfylla kröfur um sértækar viðskiptaþvinganir á fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki með skilvirkri yfirsýn, og með því að bæta eftirlit með óhagnaðardrifnum stofnunum með hliðsjón af fjármögnun hryðjuverka. FATF tekur fram að Ísland hafði þegar gripið til aðgerðar til að takast á við þessi vandamál áður en aðgerðaráætlun FATF var formlega tekin upp. Hinsvegar, var ekki hægt að taka þær aðgerðir til skoðunar vegna þess hve nýlegar þær eru.Unnið að úrbótum í ár Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í vikunni að unnið hafði verið að því í ráðuneytinu frá því í fyrra að bregðast við athugasemdum FATF. „Fjármálaaðgerðarhópurinn birti skýrslu 2018 þar sem tiltekinn var 51 ágalli á umgjörð og framkvæmd í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og úrbóta krafist. Frá þeim tíma hafa dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, ásamt Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, unnið að því að bregðast við athugasemdum FATF,“ sagði Áslaug Arna. Sérstakur stýrihópur hefði verið starfræktur til að halda utan um þá vinnu. „Íslensk stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti eins og sjá má af þeim umfangsmiklu úrbótum sem gerðar hafa verið frá því að fjármagnshöftum var aflétt og hafa öll helstu skilyrði FATF að mati íslenskra stjórnvalda verið uppfyllt.“ Verði því ekki séð að nokkurt málefnalegt tilefni sé til þess að breyta stöðu landsins eftir alla þá vinnu sem fram hefur farið hér á landi. „Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. En einnig er búið að leggja vinnu í að meta áhrifin og vera tilbúin undir að við verðum sett á listann.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent