Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu Ari Brynjólfsson skrifar 14. september 2019 10:30 Einar hefur verið að prófa þetta hjól frá Go X og sýndi það fulltrúum borgarinnar í vikunni. Fréttablaðið „Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30
Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00