Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 17:17 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni. Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni.
Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira