Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2019 17:19 Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira