Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. maí 2019 07:45 Foreldrar á Húsavík vilja ekki óbólusett börn á leikskólana. Fréttablaðið/Valli Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. Meirihluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna en segir hana flókna í framkvæmd ásamt því að skoða þurfi allar hliðar málsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, segir flókið að verða við þessari ósk: „Fólk hefur skilning á erindinu en afar flókið er að verða við því, til að mynda vegna félagslegrar einangrunar þeirra nemenda sem ekki myndu fara í leikskóla án þess að hafa sjálfir um það val hvort þeir væru bólusettir eða ekki,“ segir Örlygur Hnefill og bætir við að lagaleg staða til þess að bregðast við erindinu sé ekki skýr þar sem ekki sé skylda að bólusetja börn hér á landi. Öllum börnum með lögheimili á Íslandi stendur bólusetning til boða án endurgjalds en samkvæmt Embætti landlæknis er þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ófullnægjandi. Fjölskylduráð Norðurþings hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur málinu verið frestað þar til álit frá ráðuneytinu hefur borist. Tillögur sem þessar hafa komið upp í fleiri sveitarfélögum landsins, svo sem í Reykjavík og í Garðabæ, þar sem þær hafa í báðum tilfellum verið felldar. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Norðurþing Skóla - og menntamál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira
Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. Meirihluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna en segir hana flókna í framkvæmd ásamt því að skoða þurfi allar hliðar málsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, segir flókið að verða við þessari ósk: „Fólk hefur skilning á erindinu en afar flókið er að verða við því, til að mynda vegna félagslegrar einangrunar þeirra nemenda sem ekki myndu fara í leikskóla án þess að hafa sjálfir um það val hvort þeir væru bólusettir eða ekki,“ segir Örlygur Hnefill og bætir við að lagaleg staða til þess að bregðast við erindinu sé ekki skýr þar sem ekki sé skylda að bólusetja börn hér á landi. Öllum börnum með lögheimili á Íslandi stendur bólusetning til boða án endurgjalds en samkvæmt Embætti landlæknis er þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ófullnægjandi. Fjölskylduráð Norðurþings hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur málinu verið frestað þar til álit frá ráðuneytinu hefur borist. Tillögur sem þessar hafa komið upp í fleiri sveitarfélögum landsins, svo sem í Reykjavík og í Garðabæ, þar sem þær hafa í báðum tilfellum verið felldar.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Norðurþing Skóla - og menntamál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira