Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2019 21:00 Haraldur Benediktsson, strandveiðisjómaður á Sæbergi HF-112. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00