Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 22:06 Sigríður María Egilsdóttir sagði í þingræðu að við lifum á tímum sundrungar. Fréttablaðið/Eyþór/Vilhelm Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22