Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Internet Explorer nýtur enn einhverra vinsælda. Ótrúlegt en satt. Nordicphotos/Getty Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira