Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 16:34 Dacia Duster jepplingurinn. Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira