Stærðarmunur á þolanda og ákærða svo mikill að ekki var fallist á nauðvörn Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 13:34 Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur. Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur.
Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira