Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2018 15:53 Yfir 800 myndir og 29 myndbönd fundust á tölvubúnaði parsins sem sýndi börn á kynferðislegan hátt. Getty Images Hnífar, sverð, kasthnífar og slöngubyssa er á meðal þess sem fannst á heimili pars á Suðurnesjum sem ákært er af héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn börnum sínum kynferðislega. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og greindi RÚV frá því að parið hefði játað að hluta brot sín. Ákæran á hendur parinu er í fimm liðum. Parið er ákært fyrir kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, og tekið myndir og myndbönd af brotunum fyrr á árinu. Í sama lið eru þau ákærð fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi barnið á kynferðislegan hátt. Í öðrum ákærulið eru þau ákærð fyrir kynferðisbrot og brot í nánu sambandi gegn systur stúlkunnar sem parið á saman. Samkvæmt ákærunni brutu þau gegn eldri stúlkunni að þeirri yngri viðstaddri. Með háttsemi sinni eru þau sögð hafa sært blygðunarsemi stúlkunnar og ógnað velferð hennar alvarlega.Vopn og rassskellingar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Myndefnin voru geymd á minnislykli, borðtölvu, fartvölu og átta geisladiskum en þau fundust við leit í júlí í sumar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni hníf annars vegar og skrauthníf hins vegar með 14 cm blaði. Butterfly hníf og tvo stunguhnífa, hálfs metra langt sverð og annað brotið sverð auk kasthnífs og slöngubyssu. Vopnin fundust við fyrrnefnda leit. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa á sjö ára tímabili ítrekað rassskellt dóttur sína og son sinn á beran rassinn.Krefjast 8,5 milljóna í bætur fyrir börnin Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Konunni var sleppt í sumar en aftur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrr í október. Hún bar því við í sumar að hafa verið mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað og gerði lítið úr sínum hlut. Þegar hins vegar myndbandsupptökur voru skoðaðar, sem fundust á myndavél sem falin var í fataskáp á heimili fólksins í Sandgerði, kom í ljós að þáttur konunnar var mun meiri og tók hún virkan þátt í brotinu að mati ákæruvaldsins. Samkvæmt heimildum Vísis játaði parið hluta af þeim kynferðisbrotum sem þau eru sökuð um við þingfestinguna í gær. Bæði höfðu áður játað hluta af brotum sínum við skýrslutöku hjá lögreglu. Þau neituðu þó sök í hluta málsins við þingfesting. Framundan verður fyrirtaka í málinu 5. nóvember þar sem líklegt má telja að aðalmeðferð verði tímasett. Fimm milljóna króna er krafist í miskabætur fyrir eldri dótturina og tveggja milljóna fyrir þá yngri. Þá er krafist 1,5 milljóna króna fyrir son þeirra. Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill 8. október 2018 16:28 Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Hnífar, sverð, kasthnífar og slöngubyssa er á meðal þess sem fannst á heimili pars á Suðurnesjum sem ákært er af héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn börnum sínum kynferðislega. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og greindi RÚV frá því að parið hefði játað að hluta brot sín. Ákæran á hendur parinu er í fimm liðum. Parið er ákært fyrir kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, og tekið myndir og myndbönd af brotunum fyrr á árinu. Í sama lið eru þau ákærð fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi barnið á kynferðislegan hátt. Í öðrum ákærulið eru þau ákærð fyrir kynferðisbrot og brot í nánu sambandi gegn systur stúlkunnar sem parið á saman. Samkvæmt ákærunni brutu þau gegn eldri stúlkunni að þeirri yngri viðstaddri. Með háttsemi sinni eru þau sögð hafa sært blygðunarsemi stúlkunnar og ógnað velferð hennar alvarlega.Vopn og rassskellingar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Myndefnin voru geymd á minnislykli, borðtölvu, fartvölu og átta geisladiskum en þau fundust við leit í júlí í sumar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni hníf annars vegar og skrauthníf hins vegar með 14 cm blaði. Butterfly hníf og tvo stunguhnífa, hálfs metra langt sverð og annað brotið sverð auk kasthnífs og slöngubyssu. Vopnin fundust við fyrrnefnda leit. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa á sjö ára tímabili ítrekað rassskellt dóttur sína og son sinn á beran rassinn.Krefjast 8,5 milljóna í bætur fyrir börnin Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Konunni var sleppt í sumar en aftur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrr í október. Hún bar því við í sumar að hafa verið mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað og gerði lítið úr sínum hlut. Þegar hins vegar myndbandsupptökur voru skoðaðar, sem fundust á myndavél sem falin var í fataskáp á heimili fólksins í Sandgerði, kom í ljós að þáttur konunnar var mun meiri og tók hún virkan þátt í brotinu að mati ákæruvaldsins. Samkvæmt heimildum Vísis játaði parið hluta af þeim kynferðisbrotum sem þau eru sökuð um við þingfestinguna í gær. Bæði höfðu áður játað hluta af brotum sínum við skýrslutöku hjá lögreglu. Þau neituðu þó sök í hluta málsins við þingfesting. Framundan verður fyrirtaka í málinu 5. nóvember þar sem líklegt má telja að aðalmeðferð verði tímasett. Fimm milljóna króna er krafist í miskabætur fyrir eldri dótturina og tveggja milljóna fyrir þá yngri. Þá er krafist 1,5 milljóna króna fyrir son þeirra.
Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill 8. október 2018 16:28 Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30
Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill 8. október 2018 16:28
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39