Háskólinn í Reykjavík meðal 350 bestu háskóla heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 15:24 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist stoltur af árangri skólans. Vísir/vilhelm Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum. Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum.
Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38