Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 15:04 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018 Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018
Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18