Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 13:49 Útibú Danske bank í Tallín, höfuðborg Eistlands, sem talið er hafa verið notað fyrir umfangsmikið peningaþvætti. Vísir/EPA Viðskiptaráðherra Danmerkur vill leiða í ljós hversu mikið Danske bank hagnaðist á peningaþvætti í gegnum útibú sitt í Eistlandi og leggja hald á ágóðann. Ný gögn benda til þess að bankinn hafi þvegið allt að 53 milljarða danskra króna sem komu frá Rússlands, Aserbaídjan og Moldavíu. Mál Danske bank er sagt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibúið í Eistlandi virðist hafa verið notað til þess að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum frá löndunum þremur. Upplýst var á þriðjudag að málið væri enn umfangsmeira en áður hefur komið fram, að sögn Bloomberg. Alls gætu 53 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 890 milljarða íslenskra króna, hafa verið þvegnar í útbúinu, um tvöfalt meira en áður var talið. Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra, segir að fjármálaeftirlit landsins ætli að hefja nýja rannsókn á Danske bank vegna málsins. Fjármálaeftirlitið varaði bankann við því að eftirliti hans með hverjir viðskiptavinir hans væru raunverulega væri ábótavant þegar árið 2012. Sjálfur vill Jarlov finna út úr því hversu mikið fé fór í gegnum útibúið. „Það er lykilatriði að komast að því hversu mikill hagnaður varð af þvættinu. Það er augljóslega ekki ásættanlegt að háar fjárhæðir hafi verið græddar á því að þvo fé og að það fé sé enn hjá Danske bank. Þetta særir réttlætiskennd mína og allra annarra,“ sagði Jarlov að sögn Jótlandspóstsins.Margföld ávöxtun af starfseminni Forsaga málsins er sú að útibú Danske bank í Eistlandi bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavina útibúsins komu frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar, þar á meðal löndum eins og Rússlandi, Moldavíu og Aserbaídsjan. Allt að 400% ávöxtun varð af fjármagni sem bankinn setti í viðskipti við útlendinga í útibúinu í Eistlandi árið 2013. Heildarávöxtun af starfsemi bankans var á sama tíma tæp 7%. Yfirmenn bankans eru sagðir hafa vitað af því mögulegt væri að útibúið væri notað til að fela uppruna fjár en þeir aðhöfðust ekkert þar til þeir fengu upplýsingar um það frá uppljóstrara árið 2013. Innri rannsókn er í gangi hjá bankanum sem á að ljúka í september. Frönsk yfirvöld rannsökuðu einnig athæfi Danske bank en þeim hluta rannsóknarinn sem lýtur að bankanum er lokið. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Viðskiptaráðherra Danmerkur vill leiða í ljós hversu mikið Danske bank hagnaðist á peningaþvætti í gegnum útibú sitt í Eistlandi og leggja hald á ágóðann. Ný gögn benda til þess að bankinn hafi þvegið allt að 53 milljarða danskra króna sem komu frá Rússlands, Aserbaídjan og Moldavíu. Mál Danske bank er sagt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibúið í Eistlandi virðist hafa verið notað til þess að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum frá löndunum þremur. Upplýst var á þriðjudag að málið væri enn umfangsmeira en áður hefur komið fram, að sögn Bloomberg. Alls gætu 53 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 890 milljarða íslenskra króna, hafa verið þvegnar í útbúinu, um tvöfalt meira en áður var talið. Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra, segir að fjármálaeftirlit landsins ætli að hefja nýja rannsókn á Danske bank vegna málsins. Fjármálaeftirlitið varaði bankann við því að eftirliti hans með hverjir viðskiptavinir hans væru raunverulega væri ábótavant þegar árið 2012. Sjálfur vill Jarlov finna út úr því hversu mikið fé fór í gegnum útibúið. „Það er lykilatriði að komast að því hversu mikill hagnaður varð af þvættinu. Það er augljóslega ekki ásættanlegt að háar fjárhæðir hafi verið græddar á því að þvo fé og að það fé sé enn hjá Danske bank. Þetta særir réttlætiskennd mína og allra annarra,“ sagði Jarlov að sögn Jótlandspóstsins.Margföld ávöxtun af starfseminni Forsaga málsins er sú að útibú Danske bank í Eistlandi bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavina útibúsins komu frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar, þar á meðal löndum eins og Rússlandi, Moldavíu og Aserbaídsjan. Allt að 400% ávöxtun varð af fjármagni sem bankinn setti í viðskipti við útlendinga í útibúinu í Eistlandi árið 2013. Heildarávöxtun af starfsemi bankans var á sama tíma tæp 7%. Yfirmenn bankans eru sagðir hafa vitað af því mögulegt væri að útibúið væri notað til að fela uppruna fjár en þeir aðhöfðust ekkert þar til þeir fengu upplýsingar um það frá uppljóstrara árið 2013. Innri rannsókn er í gangi hjá bankanum sem á að ljúka í september. Frönsk yfirvöld rannsökuðu einnig athæfi Danske bank en þeim hluta rannsóknarinn sem lýtur að bankanum er lokið.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00