Sex mánaða fangelsi eftir fjölskylduerjur á Hressó Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:47 Héraðsdómur Reykjavíkur stendur andspænis Hressingarskálanum við Lækjartorg. Vísir/valli Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira