Sjálfstæðisflokkurinn og VG áfram í meirihluta í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 17:29 Haraldur Sverrisson og Bjarki Bjarnason við undirritun málefnasamningsins. Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20
Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25