Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. apríl 2018 06:00 Datacell og Sunshine Press vildu að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors að verðmæti 14,7 milljarða króna. VÍSIR/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57