Gagnrýna Terry Gilliam fyrir #MeToo-ummælin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 10:27 Sarah Silverman, Judd Apatow og Ellen Barkin. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018 MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018
MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19